Comment by dr-Funk_Eye on 02/02/2025 at 18:22 UTC

20 upvotes, 0 direct replies (showing 0)

View submission: Strætó/leigubílstjórar og Útvarp Saga

View parent comment

Ég held að ég geti kanski veitt smá innsýn í þetta.

Ég vinn mikið einn og það eru oft heilu dagarnir þar sem ég tala lítið sem ekkert við fólk. Ég get ekki hlustað á tónlist allan daginn, allavegana finnst mér betra að hlusta á talað mál.

Það að þetta sé rás með engöngu töluðu efni held ég að sé stór þáttur í því að menn hlusti á þetta.  Af hverju þessir bílstjórar velji að hlusta á ÚS í stað þess að finna sér hlaðvörp fyrir daginn skal ég ekki segja en mig grunar að ástæðan sé kaffistofumenningin.

Replies

There's nothing here!