Strætó/leigubílstjórar og Útvarp Saga

https://www.reddit.com/r/Iceland/comments/1ig2alf/strætóleigubílstjórar_og_útvarp_saga/

created by Personal_Reward_60 on 02/02/2025 at 17:22 UTC

27 upvotes, 17 top-level comments (showing 17)

Veit ekki hvort það sé bara ég sem tek eftir því en ég hef tekið eftir því að go-to útvarpsrás strætó og leigubílstjóra er gjarnan Útvarp Saga. Hvað er málið með það?

Comments

Comment by Einridi at 02/02/2025 at 18:15 UTC

56 upvotes, 2 direct replies

Hef heyrt nokkra sem vinna vinnu þar sem eina afþreyingin var útvarp tala um að hlusta á mjög niche útvarpsstöðvar einsog útvarp sögu, alkarásina og Lindina. Ástæðan er einföld þar er mjög mikið talað, fólki leiðist bara og vill heyra einhverja umræðu alveg sama á hvaða plani hún er í staðinn fyrir popplag x í 100asta skiptið þann daginn.

Comment by Styx1992 at 02/02/2025 at 17:41 UTC

41 upvotes, 1 direct replies

Veistu hvað það er gaman að hlusta á Útvatp sögu? Maður 1 hringir og er með svaða sögu, maður 2 hringir og svarar manni 1, sem hringir aftur og svarar manni 2

Og hvorugur er að Tala um Sama hlutinn

Comment by Glaciernomics1 at 02/02/2025 at 21:12 UTC

39 upvotes, 0 direct replies

Ég hlusta bara á Sögu og Samstöðina, umræður um allt og ekkert, fáar auglýsingar og hata að láta velja ofan í mig tónlist.

Comment by neenelo at 02/02/2025 at 21:01 UTC

25 upvotes, 0 direct replies

Frábær stöð, mega þeir ekki bara hlusta á hana?

Comment by G-Man96 at 02/02/2025 at 21:27 UTC

5 upvotes, 1 direct replies

Síðast þegar Ég tók leigubíl var hann að hlusta á Tucker Carlson

Comment by forumdrasl at 02/02/2025 at 20:25 UTC*

6 upvotes, 0 direct replies

Það er ákveðin ró í því að hlusta á dægurmálaumræður í útvarpinu ef maður starfar mikið í einveru eins og þessar stéttir, og Útvarp Saga er með mikið af svoleiðis efni — þó að megnið af því sé Rússneskur áróður.

Comment by svonaaadgeratetta at 03/02/2025 at 07:33 UTC

3 upvotes, 1 direct replies

Bylgjan veiðir fólk með heimskum gjafaleikjum og 957 er með sorglegustu símahrekki nokkurntíma, þáttastjórnendur virðast vera að gleypa sljóvgandi pillur alla daga. Rúv 1 hefur bestu frásagnirnar, saga er hrein kómedía oft á tíðum. Doddi litli á Rúv 2 vill vera fyndinn og skemmtilegur en bara hefur ekki minnsta vott af hvoru, hann er eins og söngvari sem fór í söngskóla með 0 talent en þráir viðurkenningu.

Comment by jamesdownwell at 02/02/2025 at 17:35 UTC

25 upvotes, 0 direct replies

Hef verið lengi. Ég man eftir sorglegri stund í strætó fyrir svona 13 árum - bílstjórinn var að blasta Útvarp Sögu.

Það var ung pólsk móðir með dóttur sína um borð. Stelpan var um 8 ára myndi ég segja. Í útvarpinu var kona að tala um Pólverjar eins og þeir væru dýr og það var augljóst að stelpan talaði íslensku.

Comment by iceviking at 02/02/2025 at 19:20 UTC

5 upvotes, 0 direct replies

Tja strætó og leigubílstjórar tala fæstir orðið íslensku svo þetta fer að deyja út

Comment by hrafnulfr at 02/02/2025 at 17:33 UTC

3 upvotes, 0 direct replies

Vann lengi vel við að setja leigubílabúnað í bíla, og ég vann hjá strætó við að setja greiðslukerfið í vagnana og þjónusta það, og þetta er fáránlega algengt. Nánast undantekningarlaust þegar maður var að færa til bíla eða sló inn höfuðrofanum á vagninum þá byrjaði Arnþrúður að gala á mann á fullu blasti. Seinna á lífsleiðinni lenti ég svo í því að þurfa að vinna fyrir útvarp sögu og það var hreint út sagt algjör martröð.

Comment by Vigdis1986 at 02/02/2025 at 18:31 UTC

3 upvotes, 0 direct replies

Þetta er umræða sem hefur komið upp með reglulegu millibilli undanfarin 15 ár en ég virðist nánast alveg hafa sloppið við þetta. Ég man eftir einu skipti þar sem strætóbílstjóri var að hlusta á Útvarp Sögu og ég hef aldrei lent í því með leigubíl.

Heppin ég, I guess.

Comment by Lesblintur at 02/02/2025 at 17:29 UTC

1 upvotes, 2 direct replies

Úff. Hugsa að þessari spurningu verði ekki svarað án þess að virðast fordómafullur.

Comment by EnvironmentalAd2063 at 02/02/2025 at 21:59 UTC

1 upvotes, 0 direct replies

Ég hef aldrei orðið vör við þetta. Bý á Akureyri þegar ég er á Íslandi og það er orðið sjaldan sem maður heyrir í útvarpi í strætó. Leigubílstjórar sem ég hef fengið far með bæði á Akureyri og í Reykjavík spjalla yfirleitt og eru með útvarpið lágt, man ekki eftir öðru en RÚV eða Bylgjunni

Comment by Nabbzi at 02/02/2025 at 23:20 UTC

1 upvotes, 0 direct replies

Eg meina, ef þeir sleppa að nauðga þá mega þeir hlusta á það sem þeir vilja.

Comment by svansson at 03/02/2025 at 19:01 UTC

1 upvotes, 0 direct replies

Af því leigubílstjórar voru og er trúlega enn de facto með þannig aðstöðu á markaði að þeir þurfa ekki að sína kúnnanum neina tillitssemi.

Ef það væri kerfi þar sem þeir fengju reviews myndi þetta breytast hratt um leið og það kæmu inn komment þar sem kvartað væri undan hlustun á ÚS.

Þá myndi líka draga úr því að þeir væru að tuða um pólitík við kúnnann.

Comment by Jabakaga at 02/02/2025 at 19:07 UTC

1 upvotes, 0 direct replies

Hvernig dirfast þeir að hlusta á þessa rás! Eru augljóslega ekki reddittorar. Til að svara spurningu þinni er það líklegast vegna þess að, af þeim rásum sem er boðið upp á er þetta sú rás sem þykir mest áhugaverð. Gæti líka verið bias hjá þér mannst frekar eftir því að hafa hlustað á útvarp sögu heldur en Bylgjuna/Rás2. Ef ég væri á rúntinum allan daginn myndi ég örruglega stytta sjálfur mér stundir með því að hlusta á misklikkað lið röfla.

Comment by ButterscotchFancy912 at 03/02/2025 at 09:00 UTC

0 upvotes, 0 direct replies

Rétt 😆 Pínu scary