0 upvotes, 2 direct replies (showing 2)
View submission: Strætó/leigubílstjórar og Útvarp Saga
Úff. Hugsa að þessari spurningu verði ekki svarað án þess að virðast fordómafullur.
Comment by dr-Funk_Eye at 02/02/2025 at 18:22 UTC
20 upvotes, 0 direct replies
Ég held að ég geti kanski veitt smá innsýn í þetta.
Ég vinn mikið einn og það eru oft heilu dagarnir þar sem ég tala lítið sem ekkert við fólk. Ég get ekki hlustað á tónlist allan daginn, allavegana finnst mér betra að hlusta á talað mál.
Það að þetta sé rás með engöngu töluðu efni held ég að sé stór þáttur í því að menn hlusti á þetta. Af hverju þessir bílstjórar velji að hlusta á ÚS í stað þess að finna sér hlaðvörp fyrir daginn skal ég ekki segja en mig grunar að ástæðan sé kaffistofumenningin.
Comment by c4k3m4st3r5000 at 02/02/2025 at 19:23 UTC*
5 upvotes, 0 direct replies
Nei, það heitir upplýst afstaða. Ég hlustaði á þessa stöð þegar hún var nýleg. Ekki af þvi að efnið var innihaldsríkt heldur allt ruglið sem vall upp úr síhringjendum. Þetta var gull. En svo var þetta bara orðið gott af kjaftæði og ég fór aftur að hlusta á ras1 eins og gamall maður á að gera.