💾 Archived View for tilde.pink › ~kyo › lyrics › kaleo-vor-%C3%AD-vaglask%C3%B3gi.gmi captured on 2022-01-08 at 13:59:53. Gemini links have been rewritten to link to archived content

View Raw

More Information

-=-=-=-=-=-=-

"vor í vaglaskógi" eftir kaleo

kvöldið er okkar og vor um vaglaskóg,

við skulum tjalda í grænum berjamó.

leiddu mig vinur í lundinn frá í gær,

lindin þar niðar og birkihríslan grær.

leikur í ljósum lokkum og angandi rósum,

leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær.

dagperlur glitra um dalinn færist ró,

draumar þess rætast sem gistir vaglaskóg.

kveldrauðu skini á krækilyngið slær.

kyrrðin er friðandi, mild og angurvær.

leikur í ljósum lokkum og angandi rósum,

leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær.

leikur í ljósum lokkum og angandi rósum,

leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær,

leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær