Verk­föll eru skollin á í þrettán sveitar­fé­lögum

https://www.visir.is/g/20252683473d/verk-foll-eru-skollin-a-i-threttan-sveitar-fe-logum

created by Kjartanski on 03/02/2025 at 09:03 UTC

30 upvotes, 5 top-level comments (showing 5)

Comments

Comment by Johnny_bubblegum at 03/02/2025 at 10:04 UTC

78 upvotes, 2 direct replies

Svíkja kennara um loforð sem þau gáfu þeim fyrir um 10 árum.

Ríkissáttasemjari stingur upp á tillögu um að meðal annars aðilinn sem sveik loforðið sitt lofi aftur því sama. Tillagan hafði verið samþykkt af þeim aðila.

Kennarar hafna tillögu.

Hissa stuðpjása.

Þvílíkt tilgangsleysi, var ríkissáttasemjari að reyna að líta vel út í fjölmiðlum með þessari vitleysu?

Comment by Vondi at 03/02/2025 at 10:51 UTC

5 upvotes, 2 direct replies

Efast ekki um réttmæti þeirra krafa sem kennarar setja framm en þetta er þungur skellur á marga foreildra. Vona þessi farsi fari að enda. Ég allavegna væri frekar screwed ef þetta væri "minn" skóli, gæti kannski fengið Ömmuna hingað í flugi.

https://www.youtube.com/watch?v=tl16cdiDox8[1][2]

1: https://www.youtube.com/watch?v=tl16cdiDox8

2: https://www.youtube.com/watch?v=tl16cdiDox8

Comment by DTATDM at 03/02/2025 at 19:51 UTC

1 upvotes, 0 direct replies

Galið concept að verkfalli.

Ef starfsmenn Hagkaups fara í verkfall þá er mér frjálst að versla við Bónus - en nemendum er ekki frjálst að færa sig milli skóla.

Ef KÍ vill fara í verkfall þá getað þau gjörið svo vel og farið í alvöru verkfall. Að skikka allan kostnaðinn á fámennan hóp barna, meðan dreifir kostnaðinum sín megin meðal allra kennara, er óeðlileg og ósanngjörn hegðun. Hinir kennararnir eru að taka þátt í verkfallinu - þeir neita væntanlega að taka við nemendum úr öðrum skólum - en fá samt borgað frá sveitarfélögum.

Hér fara kennarar í mesta hardball sem þau geta, en munu væntanlega kvarta og kveina ef samningsaðilar hinu megin við borðið gera það sama. Verkfall ætti að vera síðasti kostur, en eftir að skæruverkföll komust í tísku þá hafa stéttarfélög verið fljót að draga hann á loft. SA sýndi síðasta vor að eini kosturinn í þessari stöðu væri raunverulegt, samhverft, verkbann - spurning hvort sveitarfélögin sýni sömu samheldni.

Comment by shortdonjohn at 03/02/2025 at 09:24 UTC

-21 upvotes, 5 direct replies

Ég á rosalega erfitt með þessi verkföll og á enn erfiðara með að finna samkennd með kennurum. Hef alltaf stutt við bakið á kennarastéttinni þegar það kemur að hækkuðum launum, hinsvegar finnst mér kröfur þeirra vera að mörgu leiti alveg óraunhæfar.

Fyrir það fyrsta blöskraði mér misvísandi gögn formanns KÍ í Kastljósi í síðustu viku er hann blandaði saman ólíkum tölum um laun til að reyna að villa fyrir. Samhliða því finnst mér ekki sanngjarnt að setja laun allra í kennarastéttinni í einn hatt og reikna meðaltal. Það er augljóst að leikskólakennarar þurfa mikið meiri launahækkanir en Mennta/háskólakennari. En að blanda þeim saman lækkar “meðallaun” háskólakennara og gerir þeirra málstað frekari.

Samhliða því er erfitt að vita hvaða störf þau bera sig saman við því MJÖG mörg sérfræðistörf eru með lægri grunn og meðallaun en kennarar, og þá sérstaklega menntaskólakennarar. Enda forðast formaður KÍ að ræða meðallaun sérfræðinga nema að taka ríkisstarfsmenn út fyrir sviga.

Það að hefja verkfall í Október án kröfugerðar er líka alveg ávísun á að gera foreldra alveg snargeðveika.

Eitt er víst og það er að þörf er á breytingum. Laun eiga að sjálfsögðu að hækka hjá þeim öllum. Samhliða því þarf að gera miklar breytingar til að aðlaga umhverfi kennara betur að starfstéttinni og nemendum. Gríðarlega mikið um veikindi meðal kennara og námsárangur barna farinn gjörsamlega í ruslið. Óviðunandi ástand sem á sér stað í skólakerfinu.

Comment by [deleted] at 03/02/2025 at 11:13 UTC

-3 upvotes, 0 direct replies

[removed]