Lygar og helvitis lygar - Svargrein við bullinu í gær um trans fólk

https://www.visir.is/g/20252683202d/lygar-og-hel-vitis-lygar

created by XandraBriem on 02/02/2025 at 08:49 UTC

110 upvotes, 20 top-level comments (showing 20)

Comments

Comment by fenrisulfur at 02/02/2025 at 15:28 UTC

14 upvotes, 0 direct replies

Góð og þörf grein takk fyrir hana Alexandra.

Ég er ekki alltaf sammála þér á pólitíska sviðinu og hef oft fussað yfir þér í ýmsum málum en þegar kemur að grundvallar mannréttindum finnur þú þú ekki einstakling sem er meira með þér í liði heldur en þennan miðaldra cis karlfausk bak við lyklaborðið, okkur tókst það með herkjum hérna einum og hálfum áratug með hýru systur okkar og bræður og við ættum að geta það með trans systkinum okkar.

Comment by Chespineapple at 02/02/2025 at 11:21 UTC*

65 upvotes, 1 direct replies

Það er gott að benda á að hluti af ástæðunni sem þetta er orðið svo mikið rugl í Bretlandi og BNA er að þónokkrir fjölmiðlar og fréttastofnanir leyfa oft trans fólk ekki tala um málefni okkar af því þau telja okkur vera of hlutdrægin. Alla vega þarf að henda transfóba á móti okkur ef við komumst inn í fréttastofu til að færa rökræður.

Segi það því að ég er afar þakklát að við höfum fólk eins of Alexöndru Briem, Örnu Magneu og Uglu sem hafa komið einum fæti inn í umræðuna svo að eitthvert okkar hafa rödd á okkar réttindi í fjölmiðlunum okkar. Sérstaklega á þessum tímum. Eitt af þeim mörgum ástæðum af hverju mér líður öruggari hérlendis, ì augnablikinu.

Comment by Spekingur at 02/02/2025 at 18:34 UTC

13 upvotes, 1 direct replies

Þessi Helga er búin að svara svarinu, og kallar þar það sem er að gerast í BNA endurheimt réttinda. Súrrealískt að hafa sannfært sjálfa sig um það. Grunnskólakennari í þokkabót.

Comment by hraerekur at 02/02/2025 at 10:02 UTC

41 upvotes, 0 direct replies

Þetta er skrifað af þekkingu og tilfinningu. Ég vildi óska þess að innsendar greinar væru alltaf svona góðar!

Comment by One-Acanthisitta-210 at 02/02/2025 at 14:15 UTC

10 upvotes, 0 direct replies

Mest lesna greinin á vísi í dag og ekki að ástæðulausu. Vel skrifað.

Comment by Trihorn at 02/02/2025 at 10:33 UTC

17 upvotes, 0 direct replies

Mæli með að henda fbclid úr urlum

Comment by ChickenGirll at 02/02/2025 at 12:16 UTC

21 upvotes, 0 direct replies

Takk, Alexandra! Ég hef verið miður mín yfir þessu öllu saman undanfarið. Mér finnst það svo sorglegt að öll trans systkinin mín í BNA þurfi að díla við þennan ömurlega veruleika, og það skiptir þess vegna mjög miklu máli að passa upp á að málin þróist ekki í sömu átt hér líka.

Þetta sýnir svo ótrúlega vel hvað það er mikilvægt að vera á varðbergi öllum stundum, þetta mikla bakslag gegn hinsegin réttindum var ekki nema örfá ár að raungerast í Bandaríkjunum.

Stöndum saman gegn hatri 🫶

Comment by Dropi at 02/02/2025 at 10:46 UTC

14 upvotes, 0 direct replies

Frábær grein!

Comment by Calcutec_1 at 02/02/2025 at 17:18 UTC*

8 upvotes, 2 direct replies

Flott viðtal hér við ungann mann sem að sökk oní, og svo komst uppúr alt-right internetgildurinni:

https://youtu.be/m8yy-h0puy0?si=_spTmWMq6p_NKqJD&t=702

Væri ekki vitlaust að senda þetta svo á vini og ættingja sem að eru í þessari stöðu:

https://youtu.be/OygHnodf0XM?si=5XT2vMMe9knGuVjI

Comment by Calcutec_1 at 02/02/2025 at 10:26 UTC

11 upvotes, 0 direct replies

Vel skrifað. Áfram þú og þitt fólk ✊

Comment by TRAIANVS at 02/02/2025 at 09:19 UTC

12 upvotes, 0 direct replies

Negla

Comment by hjalmar111 at 02/02/2025 at 10:17 UTC

8 upvotes, 0 direct replies

Vel skrifuð umræðugrein, er algjörlega sammála!

Comment by coani at 02/02/2025 at 09:35 UTC

8 upvotes, 0 direct replies

Vel skrifað hjá þér.

Comment by ancientmariner98 at 02/02/2025 at 14:02 UTC

7 upvotes, 3 direct replies

Þessi barátta, eða hvað má kalla þetta, um málefni transfólks er alveg stórmerkileg í rauninni. Tveir hópar sem ekki eru sammála um raunveruleikann.

Ég er svolítið smeykur við niðurstöðuna. Það er ekkert grín ��egar fólk er, að ákveðnu leyti, ósammála um grundvallaratriði er varðar raunveruleikann.

Comment by Double-Replacement80 at 02/02/2025 at 11:08 UTC

4 upvotes, 0 direct replies

Frábær grein, vel gert!

Comment by Einridi at 02/02/2025 at 10:36 UTC

-3 upvotes, 2 direct replies

Flott og þörf grein, það er ótrúlegt að nokkur nenni að reynað útskýra hluti fyrir fólki sem er með nógu sléttan heila til að líta upp til fólks einsog Trump, SimmaD og Brynjar Níelssonar. Gef mér að þú sért að reynað ná til þessa hóps þó það sé mögulega ekki tilgangurinn.

Enn ef tilgangurinn er að ná til þessa hóps er held ég mun betrað sleppa því að ætla þeim hóp einhverja illsku sem þau hafa sjálf ekki minnst á(það er alveg nóg af heimsku í þessari grein sem þú ert að svara og óþarfi að bæta á) þó gagngrýnin sé alveg á rökum reist. Og ekki nota stimpla sem hópurinn sem þú talar til notar ekki sjálfur um sig, já CIS er mögulega alveg gagnlegt orð í réttu samhengi enn allir þekkja hvað það er óþægilegt þegar einhverjir sem þú þekkir ekkert fara að búa til nöfn um þig(fólk upplifir það alltaf sem eithvað niðrandi og fer í vörn).

Comment by TheGrayCommunistJew at 03/02/2025 at 13:45 UTC

1 upvotes, 1 direct replies

Ég skil ekki af hverju þessi barátta er sett undir regnhlíf hinseginréttinda. Réttindi transfólk tengjast réttidnum samkynhneigðra ekki neitt.

Comment by Phexina at 03/02/2025 at 17:00 UTC

1 upvotes, 0 direct replies

Stend 100% með þér og öllu öðru transfólki í baráttunni.

Comment by samviska at 02/02/2025 at 12:52 UTC

-13 upvotes, 2 direct replies

Við einfaldlega pössum ekki inn í heimsmyndina sem þau eru búin að ákveða að skuli vera sönn.

Óvinsæl skoðun, en þetta gildir alveg á báða bóga.

Það er fullkomlega réttlætanleg skoðun, sem einhverjir hafa, að kynin séu almennt bara tvö (með sárafáum undantekningum þegar erfðagallar eru til staðar). Og eins er fullkomlega réttlætanleg skoðun að halda að kynin séu ekki bara tvö og að það sé ekki einfalt að greina á milli, í ljósi þeirrar einföldu staðreyndar að transfólk er til.

Að stimpla sína heimsmynd sem algildan sannleik í þessu máli er bara ekki að fara að ganga, á hvorn veginn sem litið er á málið.

Fólki á að vera frjálst að hafa skoðanir, sama hversu heimskulegar þær eru, svo lengi sem mannréttindi eru virt og virðing borin fyrir þeim sem aðhyllast andstæða skoðun. Þetta síðasta skortir algjörlega á báðum hliðum.

Comment by Maddas82 at 02/02/2025 at 11:03 UTC

-34 upvotes, 5 direct replies

Eru til fleiri en tvö kyn?